Þann 18. desember 2021 var liðið nákvæmlega 1 ár frá því að STÓRA aurskriðan féll og sópaði burtu flestum húsunum 10 í sjóinn. En til að minnast dagsins var grenitréð sem stóð utan við Silfurhöllina skreytt með seríu og hópur fólks mætti með útikerti og kveikti þar ljós til minningar og í þakklætis skyni að enginn skyldi deyja í þessum hamförum. Janet útbjó líka fallegar teikningar af horfnu húsunum og setti á ljósastikur við tréð.
Thursday, December 23, 2021
Jólakaffi í Öldutúni !
Jólakaffi var í Öldutúni í desember og komu allir með litla jólapakka, sem dregið var um og því óvænt hvað úr þeim pökkum kom :) Við lásum líka jólasögur og brandara og áttum góða stund saman.
Bakstur fyrir jólin !
Ég bakaði aðeins 3 smákökusortir og tertubotna fyrir þessi jól, þar sem við erum aðeins 3 þessi jólin og eigum ekki von á gestum í þetta sinn, enda Covid aldrei verið verra hér á landi en núna.
Jólamessum og næstum öllum samkomum aflýst til öryggis.
Þetta verða þá róleg og friðsæl jól hjá okkur :)
Jólahlaðborð á Hallormsstað !
Restin af ferðasjóði Gullversmanna var notuð til að fara á jólahlaðborð á Hallormsstað. Við meira að segja gistum þar, þó ansi væri kalt í herberginu sem við fengum, en höfum upplifað það verra :) Það var óvænt ánægja að hitta Villu vinkonu og Fúsa um morguninn, en þau höfðu snætt í öðrum sal en við kvöldið áður !
Subscribe to:
Posts (Atom)