Þann 18. desember 2021 var liðið nákvæmlega 1 ár frá því að STÓRA aurskriðan féll og sópaði burtu flestum húsunum 10 í sjóinn. En til að minnast dagsins var grenitréð sem stóð utan við Silfurhöllina skreytt með seríu og hópur fólks mætti með útikerti og kveikti þar ljós til minningar og í þakklætis skyni að enginn skyldi deyja í þessum hamförum. Janet útbjó líka fallegar teikningar af horfnu húsunum og setti á ljósastikur við tréð.
No comments:
Post a Comment