Friday, February 18, 2022

Slóð á upplýsingar um bökunarvélina !

 https://www.manualshelf.com/manual/prima/abm-9/home-bakery-instruction-manual-recipes.html?fbclid=IwAR0NlDbjH9Twooa8-_1rbc8lNe9JK4z9KWfUlK3s7CWtQk5UzxySPkQAXck

Saturday, February 12, 2022

List í ljósi 12.02.2022

 Það hefur verið árlegur viðburður á hverjum vetri um nokkurra ára skeið að LungA skólinn og fleiri hafa staðið fyrir listasýningu í myrkri vetrarins og oftast verið heppin með veður, enda trúlega beðið eftir góðri spá, svo hægt sé að setja slíka sýningu upp utan dyra !  Hér eru 3 sýnishorn frá þessari uppákomu og má segja að hugmyndaflugið sé býsna mikið og alltaf eitthvað forvitnilegt + óvænt !





Dýralíf í Seyðisfirði eftir áramótin !

 Við skreppum reglulega þegar veður leyfir út með firðinum til að fylgjast með fugla og dýralífi í firðinum. Það er mjög misjafnt hve mikið er sjáanlegt af fuglum og sama með seli og hreindýr, sem sjást oft en misjafnlega mörg eintök hverju sinni. Einn glóbrystingur hefur haldið til í bænum í vetur, en mér gekk illa að finna hann og ljósmynda, en það tókst að lokum. Einnig heimsóttu okkur auðnutittlingar sem eru frekar sjaldséðir hjá okkur, nema helst á vorin og haustin.