Við skreppum reglulega þegar veður leyfir út með firðinum til að fylgjast með fugla og dýralífi í firðinum. Það er mjög misjafnt hve mikið er sjáanlegt af fuglum og sama með seli og hreindýr, sem sjást oft en misjafnlega mörg eintök hverju sinni. Einn glóbrystingur hefur haldið til í bænum í vetur, en mér gekk illa að finna hann og ljósmynda, en það tókst að lokum. Einnig heimsóttu okkur auðnutittlingar sem eru frekar sjaldséðir hjá okkur, nema helst á vorin og haustin.
No comments:
Post a Comment