Nú er sólin farin að skína yfir fjöllin á ný og mannlífið að lifna við eftir að Covid reglum sem verið hafa meira og minna s.l. 2 ár voru slegnar af, svo nú getur maður farið allra sinna ferða án grímu ef maður vill. Talsvert hefur samt verið um smit en flestir hafa sloppið vel, m.a. 2 af okkar börnum og öll barnabörnin. Ferðamenn eru farnir að koma með Norrænu og Íslendingar mikið að heimsækja Kanaríeyjar. Vonandi fer svo veðrið að skána og vorið að sleppa við hret eins og alltof oft hefur gerst....! Það eina neikvæða eru frekir laxeldiskarlar sem ætla að setja kvíar hér í fjörðinn, þrátt fyrir mótmæli bæjarbúa og neikvæða umsögn fagaðila. Vonandi tekst okkur samt að stoppa þessa frekjuhunda !!!
No comments:
Post a Comment