Undanfarnar vikur hafa farfuglarnir streymt til landsins, þúsundum saman og gleðja okkur með nærveru sinni. Tjaldarnir voru fyrst mættir, svo komu gæsir, álftir, skógarþrestir og fleiri fuglar í hópum og hafa verið að koma sér fyrir hér í kringum okkur eins og þeir hafa gert á hverju vori, árum saman :)
Nokkrir flækingar hafa verið hér í bænum í vetur og eru hér ennþá, þeir fyrirferðamestu eru gráþrestir og svartþrestir, en einnig glóbrystingur og hettusöngvarar sem hafa þraukað hingað til <3
No comments:
Post a Comment