Saturday, July 30, 2022

Húsavík og nágrenni !

 Við stoppuðum smá stund á Bjarmalandi og þar veiddi Sumaya vænan silung á stöng og ég náði öðrum. Síðan kíktum við í Ásbyrgi og á Húsavík sýndum við þeim Hvalasafnið og gistum þar 2 nætur, áður en við kvöddumst. Ferðin suður og til Noregs gekk vel, sem betur fer <3 💓






Norðurferð með mæðgurnar okkar !

 Við fórum tímanlega með þær Jóhönnu + Sumayu norður til Húsavíkur, áður en þær þurftu að mæta í rútuna til Rvk svo þær væru búnar að aka hringinn um landið í þessari ferð. En áður en við lögðum af stað sýndum við Sumayu Dvergasteininn hér í firðinum og fleira. Á leiðinni norður sýndum við henni Dettifoss sem var í óvenju miklum orkuham og rjúkandi vatnsúði og nærliggjandi gljúfur !






Jóhanna Björg og Sumaya Rós í heimsókn !

 Þær mæðgur Jóhanna og Sumaya komu frá Noregi í 10 daga heimsókn. Jóhanna vildi sýna dóttur sinni Ísland og kaus því að taka rútu frá Rvk að Jökulsárlóni og fórum við Rúnar því tímanlega þangað til að sækja þær. Sú ferð gekk vel og næstu daga völdu þær að fara með okkur í Stuðlagil, Borgarfjörð eystri, Skálanes, upp á Bjólf og víðar, áður en við héldum norður með þær áleiðis í rútu á Akureyri.








Adam dóttursonur okkar í 2ja mánaða vinnuheimsókn !

 Um miðjan júní kom Adam sonur Jóhönnu okkar frá Noregi, því hann var búinn að ráða sig í vinnu hér á HSA sem aðstoðarkokkur á spítalanum. Hann hefur staðið sig mjög vel og verður hér fram til 12. ágúst. Hann hefur gripið í að elda fyrir okkur og kann greinilega heilmikið í eldamennsku !



50 ára Húsmæðraskólafmæli !

 Í maí í vor var liðin nákvæmlega hálf öld síðan ég og skólasystur mínar í Húsó voru útskrifaðar þaðan. 

Af því tilefni hittumst við 3 af skólasystrunum á Egilsstöðum, þ.e. Bryndís Guðjónsdóttir og Erna Sigurðardóttir (mamma Lindu hans Gunnars Ó.) 




Monday, July 04, 2022

Skottúr til Húsavíkur !

 Þar sem ekki hafði gefist tækifæri til að skreppa norður á Húsavík til að líta eftir Hlíð og slá lóðina, þá drifum við okkur þegar Adam og Siggi voru báðir heima á sama tíma. En við gistum bara eina nótt og rétt náðum að klára að slá og hreinsa lóðina að mestu eins og þörf var orðin á. Sigrún og Siggi kíktu í heimsókn og tóku poka hjá mér með spilastokkum handa Eygló dóttur Sigga. Árni Kjartans kíkti líka til okkar og Odda fékk að taka rabbarbara, sem nóg er af. Mikið var búið að rigna og því erfitt að slá og raka svo vel væri, en slapp til, því sólin skein seinni daginn og ég náði að hirða svolítið af rauða rabbarbaranum :)