Þar sem ekki hafði gefist tækifæri til að skreppa norður á Húsavík til að líta eftir Hlíð og slá lóðina, þá drifum við okkur þegar Adam og Siggi voru báðir heima á sama tíma. En við gistum bara eina nótt og rétt náðum að klára að slá og hreinsa lóðina að mestu eins og þörf var orðin á. Sigrún og Siggi kíktu í heimsókn og tóku poka hjá mér með spilastokkum handa Eygló dóttur Sigga. Árni Kjartans kíkti líka til okkar og Odda fékk að taka rabbarbara, sem nóg er af. Mikið var búið að rigna og því erfitt að slá og raka svo vel væri, en slapp til, því sólin skein seinni daginn og ég náði að hirða svolítið af rauða rabbarbaranum :)
No comments:
Post a Comment