Berjaspretta hefur verið hægfara vegna kaldrar og blautrar veðráttu í sumar, en það lítur samt útfyrir að ætla að verða þokkalega góð krækiberjaspretta og sæmileg bláberjaspretta, ef við fáum 2-4 þokkalegar vikur í viðbót. Ég tíndi samt smávegis og bjó til nokkrar litlar flöskur af saft af báðum tegundum. Hinsvegar hefur verið sæmileg spretta á sveppum sem ég hef verið að tína undanfarið og steikja og frysta til vetrarins. Nóg hefur verið af hindberjum í G-húsinu og það mest verið notað handa gestum, en sólberin bíða eftir því að verða notuð í sultu eða saft með haustinu.
No comments:
Post a Comment