Halldóra Theodórsd. móðursystir mín lést snögglega á nýársdag 2023 og var jarðsett 13. janúar. Við vorum svo heppin að geta rennt norður að útförinni, því veður og færð var með besta móti miðað við árstíma. Á sama tíma var sú dapurlega frétt orðin staðreynd, að Gurrý dóttir hennar væri alvarlega veik af krabbameini og ekkert hægt að gera henni til hjálpar. Því miður gat hún ekki verið viðstödd útför móður sinnar, því hún lenti óvænt inn á Akureyrarspítala með blóðtappa. Það leið síðan aðeins rúmur mánuður þar til hún lést, þann 22. febr. á 90 ára fæðingardegi Alla pabba hennar. Útför hennar fór síðan fram 3. mars á fæðingardegi Guðrúnar ömmu okkar og nöfnu hennar. Við vorum aftur heppin og gátum skroppið norður að útför hennar, þó erfitt sé alltaf að upplifa slíkar kveðjustundir. Ég var sú eina af mínu fólki sem gat farið norður í bæði skiptin ❤
No comments:
Post a Comment