Thursday, October 26, 2023

Flækingsfuglar haustins !

 Fuglaflækingar haustins voru fáir til að byrja með, en svo skyndilega birtust margir í viðbót og ég hef náð myndum af flestum tegundunum og læt þær fljóta hér með :) <3 

Tveir svartþrestir kk, ungur og fullorðinn hafa verið hér fyrstir. Svo kom Gráhegri, styggur eins þeir eru allir. Síðan birtust 3 hettusöngvarar kk, og að lokum mættu svo 4 silkitoppur í dag.  Svo er spurning hvort að fleiri eigi ekki eftir að mæta ?  :) 






Skroppið síðustu haustferðina til Húsavíkur !

Við skruppum að venju norður á Húsavík í haust til að ganga þar frá því sem þörf var á og kíktum í Bjarmaland í leiðinni, en sáum enga silunga í kílnum. En veðrið var gott og allt gekk vel...





Haustuppskeran í þokkalegu lagi :)

 Haustverkin hjá mér hafa verið svipuð í ár og vanalega. Ég týndi tugi kílóa af berjum, mest bláber, en einnig krækiber, sólber, hindber og jarðarber, ýmist úti í náttúrunni eða í mínum eigin garði.  Bjó til heilmikið af saft og sultu sem ætti að endast í vetur.  Sveppir voru líka tíndir í miklu magni og þeir steiktir og settir í frost í hæfilegum skömmtum. Síðast en ekki síst tók ég upp kartöflur, gulrætur og annað grænmeti sem er þó í minna magni en oftast áður.








Ýmis haustverk !

Við Rúnar og Siggi höfum gert ýmislegt  nú í haust, Siggi bauð mér á rúntinn uppá Bjólf og Rúnar stússað við ýmislegt bæði heima og í og við golfskálann. Siggi lenti svo í kuldaveðri uppi á Hellisheiði að brjóta niður klaka af fjarskiptamastri sem virkaði ekki fyrr en klakinn var brotinn af :) 





Spennandi uppskriftir !

 Slóð á girnilegar ávaxtauppskriftir fr´ða Lindu Ben:

 Lindu Ben