Haustverkin hjá mér hafa verið svipuð í ár og vanalega. Ég týndi tugi kílóa af berjum, mest bláber, en einnig krækiber, sólber, hindber og jarðarber, ýmist úti í náttúrunni eða í mínum eigin garði. Bjó til heilmikið af saft og sultu sem ætti að endast í vetur. Sveppir voru líka tíndir í miklu magni og þeir steiktir og settir í frost í hæfilegum skömmtum. Síðast en ekki síst tók ég upp kartöflur, gulrætur og annað grænmeti sem er þó í minna magni en oftast áður.
No comments:
Post a Comment