Monday, November 20, 2023

Héraðsskjalasafn Þingeyinga

 Í fyrra hófst stafræn endurgerð á Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar hjá Héraðsskjalasafni Þingeyinga. 24 bækur voru skannaðar og síðan birtar á skjalavef safnsins. Í ár er unnið að því að skanna næstu 24 bækur. Nú eru næstu 12 bækur komnar á vefinn og því eru 36 bækur aðgengilegar á skjalavefnum. Verkefnið er unnið með styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands.

Sunday, November 12, 2023

Anna Þorsteinsdóttir 90 ára 💗

💗 Svo ánægjulega vildi til að Anna móðursystir Rúnars varð 90 ára 30. okt. s.l. og allir nánustu ættingjar voru velkomnir í kvöldverð með henni í Fjörukránni hjá Jóa frænda þeirra í tilefni dagsins. Við Rúnar flugum suður og hittum þar fjölskyldu Önnu og systrabörnin, Boga, Kristrúnu, Binnu og Þorstein frá Seyðisfirði. Það vantaði bara Hörpu og Þröst. Þetta var mjög glöð samkoma og gítarleikarinn reyndist vera gamall skólabróðir Rúnars frá Eiðum, Kjartan Ólafsson.








Fleiri Hettusöngvarar !

 Það hefur lítið bæst við af flækingum, nema tvær hettusöngvara-frúr sem tóku við af karlfuglunum. Gráhegrinn er hér enn 12.11.23 og sama má segja um svartþrestina og silkitoppurnar...