Í fyrra hófst stafræn endurgerð á Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar hjá Héraðsskjalasafni Þingeyinga. 24 bækur voru skannaðar og síðan birtar á skjalavef safnsins. Í ár er unnið að því að skanna næstu 24 bækur. Nú eru næstu 12 bækur komnar á vefinn og því eru 36 bækur aðgengilegar á skjalavefnum. Verkefnið er unnið með styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands.
No comments:
Post a Comment