Þegar vetur ríkir með kulda og snjó, þá er erfitt tímabil hjá blessuðum fuglunum og ég hef því reynt eftir bestu getu að halda lífi í þeim, því alltaf er slatti af flækingum, mest svörtum og gráum þröstum ásamt skógarþröstum sem ekki komu sér í burtu tímanlega. En í þetta sinn voru nokkrar silkitoppur eftir hjá okkur og svo að sjálfsögðu dúfurnar, máfarnir og krummi ! Gráhegrinn sem við sáum til 20. des virðist hafa stungið af, eða við ekki leitað hans nógu vel...?
Thursday, December 28, 2023
Jólin okkar í rólegheitum þetta árið !
Jóladagarnir okkar voru rólegir og mestur tími fór í að sortera og pússla 3000 kubba mynd sem Siggi gaf okkur ! Það snjóaði líka eitthvað flesta dagana eða næturnar og ég mokaði því snjó flesta daga...
Sunday, December 17, 2023
Slóð á frásögn í Lifðu núna eftir Matthildi Björnsd
https://lifdununa.is/grein/ekki-ast-vid-fyrstu-syn-en-einlaeg-vinatta/?fbclid=IwAR02gWjydHSezAMiPh4VvB8K6DbltKIKI5lKeelS1NMCjHDNLPpRjXJhlb4
Friday, December 15, 2023
Aðventumessa og kóræfingar með 3 af LungA strákunum, Dag, Esjar og Úlfgrím !
Ég og Óla Mæja vorum beðnar um það í haust að sitja fyrir svörum hjá LungA krökkunum í Herðubreið einn daginn og það gekk bara nokkuð vel held ég. Að loknu almennu spjalli spurði ég hópinn á íslensku hvort ekki væru einhverjir í hópnum sem væru vön að syngja í kór og 3 strákar svöruðu því játandi og voru tilbúnir að mæta á æfingar og syngja með okkur fram undir jól. Það gekk svo ljómandi vel. Ástralinn Shan Turner Carol mætti aftur og kennir þeim og fylgir þeim eftir. Myndirnar eru frá æfingu fyrir Aðventuna og frá hljóðu samverunni með kertin að messu lokinni...
Varðandi tímaritið Gletting og Sögu Seyðisfjarðar !
Þess má geta að ég var tilnefnd í sögunefnd til undirbúning útgáfu á Sögu Seyðisfjarðar sem lengi hefur staðið til að yrði kláruð og gefin út, en það hefur dregist ansi lengi. En ég hef þó mætt á nokkra fundi. Einnig var ég sett í stjórn tímaritsins Glettings og hef verið þar við að aðstoða stjórnandann, Magnús Stefánsson, sem fékk mig til að yfirfara greinar eftir Reynir bónda og útvega myndir, bæði með þeim greinum og svo vildi hann kynna mig sem einn af þeim ljósmyndurum sem tengjast tímaritinu.