Þegar vetur ríkir með kulda og snjó, þá er erfitt tímabil hjá blessuðum fuglunum og ég hef því reynt eftir bestu getu að halda lífi í þeim, því alltaf er slatti af flækingum, mest svörtum og gráum þröstum ásamt skógarþröstum sem ekki komu sér í burtu tímanlega. En í þetta sinn voru nokkrar silkitoppur eftir hjá okkur og svo að sjálfsögðu dúfurnar, máfarnir og krummi ! Gráhegrinn sem við sáum til 20. des virðist hafa stungið af, eða við ekki leitað hans nógu vel...?
No comments:
Post a Comment