Saturday, April 06, 2024

Fugla og dýralíf við hótel Sharm Reef !

 Mikið var um fugla sem komu daglega að hótelinu, til að fá sér að drekka í sundlaugunum og einnig sáum við næstum daglega litlar eðlur sem skutust meðal blóma og runna í garðinum...

                       Krákurnar voru duglegar að mæta og betla brauð þegar við sátum úti með bita.
                       Herfuglar voru daglega í garðinum, en voru ekki eins mannelskir og aðrir fuglar.       
                      Kúhegrar komu daglega og stundum margir í einu, en myndina af þeim fann ég ekki.
                       Gráspörvar voru allsstaðar í garðinum og sífellt að fá sér sopa úr laugunum.
                Dúfurnar voru líka einna fyrirferðamestar og flestar af daglegum fuglum í garðinum.
                 Þessi litli ránfugl sást af og til, en kom aldrei niður á laugarbakkana eins og hinir.
               Litlu eðlurnar voru meira og minna á ferðinni, meira að segja sá ég eina innan dyra.


No comments: