Rúnar ákvað að við færum í siglingu á Rín með félögum hans úr 3 deildum Vélskólans og mökum þeirra. Við ókum suður tímanlega og gistum í Keflavík nóttina fyrir brottför til Frankfurth, en þaðan var ekið yfir til Strassborgar í Frakklandi og siglt síðan niður Rín með farþegaskipinu La Boheme til Koblens við ármót Mosel + Rínar. Síðan var snúið við og skoðaðir helstu staðir á bakaleiðinni eins og Heidelberg (Lorelei) og Rudesheim þar sem við fórum í vínsmökkun... Eftir skoðunarferð um Strassborg var ekið til baka til Frankfurt og miðborgin skoðuð en síðan beint á flugvöllinn og aftur heim á Frón !
A-sveinabekkurinn var lítið fjölmennari...
En B-bekkurinn var lang fjölmennastur !
Brúsastólar í Heidelberg...Vínsmökkun í Rudesheim...