Það var óvænt þegar Fjallafinku-par mætti til okkar einn daginn og hélt til hér hjá okkur nokkra daga, mest í fóðurbúrinu. Þau hafa trúlega verið nýkomin og mjög svöng, en síðan hurfu þau eins og aðrir...
Áður en Fjallafinkurnar mættu, þá kom hér stök Silkitoppa sem dvaldi hátt í viku hjá okkur og við sáum líka stærri flækinga eins og Brandendur, Rauðbrystinga, Helsingja og Margæsir sem stoppa hér aðeins við í firðinum á leiðinni til Grænlands...
No comments:
Post a Comment