Monday, August 19, 2024

Fyrstu uppskerustörf haustsins biðu eftir mér !

 Nú tók við árleg sveppatínsla og berjatínsla, bæði krækiber sem meira en nóg er af núna og bláber, en þau eru misþroskuð að þessu sinni, en nóg samt. Bjó til helling af krækiberjasaft sem mér finnst mjög góð og gott að eiga nóg af henni til vetrarins. Hreinsaði líka heilmikið af sveppum og steikti og setti í frost. Síðast en ekki síst tíndi ég slatta af bláberjum og setti í frost til að eiga í ávaxtahræring fyrir okkur Rúnar í vetur. Meira að segja beið okkar hellingur af jarðarberjum, stór og smá og svolítið af hindberjum, en veðrið mætti vera hlýrra og sólríkara eins og í Noregi, þó ekki séum við eins óheppin og norðlendingar sem fengu vorhret og svo aftur snjókomu núna seint í ágúst :( 









Aftur heim á Seyðisfjörð !

 Heimferðin gekk líka vel og við stoppuðum stutt fyrir sunnan, enda komin í þörf fyrir að komast heim og gera ýmislegt, eins og tína sveppi og ber til vetrarins. Barnabörnin voru samt í stuði eins og alltaf er við komum til þeirra.  Við fórum síðan suðurleiðina austur út af bílnum sem lét þó ekkert illa á leiðinni. Sáum gríðarlega mikið af farfuglum, en engin hreindýr.



 





Noregsdvöl í sumarveðri og nóg af ólíkum verkefnum !

 Við gistum auðvitað hjá Bergþóri + co áður en við fórum í flugið til Noregs, en bíllinn okkar var með stæla og Rúnar fór með hann í skoðun á verkstæði, svo við fengum Kidda til að redda leigubíl út á völl og það var Jóhanna Sigurðar frá Ólafsvík sem er systurdóttir Regínu Stefnis sem keyrði okkur og sótti okkur reyndar líka við heimkomuna. En við vorum heppin með veður í Noregi, fengum aðeins einn regndag og gerðum ýmislegt til að hjálpa Jóhönnu, tína bláber og keyra Adam í Háskólann og skoða Heimsendann þar skammt frá. Fórum í veislu til Þrastar og Birnu og líka til Sivu frænku og margt fleira.




















Mærudagar og veiðitúr í Bjarmaland

 Mærudagar á Húsavík eru árlegur viðburður og við Rúnar og Siggi fórum norður á föstudegi fyrir helgina og þangað komu líka Didda systir, Rúnar hennar og Rebekka dóttir þeirra. Við fórum á skemmtilega sýningu í gamla bíóhúsinu og hittum ættingja og vini sem gaman var að sjá. Eftir helgina fórum við Rúnar og Siggi í Bjarmaland og veiddum nokkra silunga sem Siggi fór með austur í frost, en við Rúnar keyrðum suður á eftir Diddu + co, áleiðis í flug til Noregs !