Monday, August 19, 2024

Fyrstu uppskerustörf haustsins biðu eftir mér !

 Nú tók við árleg sveppatínsla og berjatínsla, bæði krækiber sem meira en nóg er af núna og bláber, en þau eru misþroskuð að þessu sinni, en nóg samt. Bjó til helling af krækiberjasaft sem mér finnst mjög góð og gott að eiga nóg af henni til vetrarins. Hreinsaði líka heilmikið af sveppum og steikti og setti í frost. Síðast en ekki síst tíndi ég slatta af bláberjum og setti í frost til að eiga í ávaxtahræring fyrir okkur Rúnar í vetur. Meira að segja beið okkar hellingur af jarðarberjum, stór og smá og svolítið af hindberjum, en veðrið mætti vera hlýrra og sólríkara eins og í Noregi, þó ekki séum við eins óheppin og norðlendingar sem fengu vorhret og svo aftur snjókomu núna seint í ágúst :( 









No comments: