Friday, September 20, 2024

Uppskerutíminn alltaf líflegur !

 Einn góðviðrisdaginn skruppum við í Hallormsstað og tíndum þar svolítið af Hrútaberjum og Hindberjum. Hrútaberin sauð ég í sultu en Hindberin fóru beint í frost í bili. En litlu villtu íslensku jarðarberin átum við jafnóðum eins og önnur jarðarber sem til féllu.

Það var líka allt fullt af góðum sveppum á tímabili, svo ég fór og tíndi slatta og steikti til að eiga í sósur og ýmsa rétti í vetur !









No comments: