Friday, September 20, 2024

Fyrstu frostnæturnar og uppskeran !

 Eftir að 2 frostnætur  um miðjan sept. felldi kartöflugrösin, þá drifum við í því að taka upp allar kartöflurnar og reyndust þær fleiri og meiri en ég bjóst við eftir svona sólarlaust + kalt sumar.

En varðandi gulræturnar, þá eru þær misstórar að vanda og þær þola alveg nokkrar frostnætur, svo ég hef bara tekið upp rétt nóg í matinn hverju sinni og ætla að lofa þeim að vera áfram undir dúk, þar til fer að snjóa, þær eru ferskastar og bestar þannig !

En varðandi annað grænmeti, þá hefur það gengið illa, grænkálið kom að vísu upp en vex lítið og salatið sem ég keypti forræktað er næstum uppétið, líklega af sniglum, þrátt fyrir að ég hafi sett heilan helling af kaffikorg kringum allar plönturnar og hefði átt að duga sem vörn gegn þeim :( 





No comments: