Saturday, April 21, 2007

Páskavikan


Páskavikan var óvenju lífleg hjá mér, þrátt fyrir að Rúnar væri á sjó, því að synir okkar komu austur og með þeim fylgdu tveir vinir þeirra og frændur. Ég hafði því nóg að gera við að næra þá, enda ungir menn yfirleitt lystugir. Þeir þáðu páskaeggin sem ég bauðst til að fela fyrir þá, nema hvað þeir vildu sjálfir fara í ratleik og földu eggin hver fyrir annan. Það gekk misvel að finna þau og varð úr skemmtilegur leikur sem tók sinn tíma.
Eitt óvenjulegt átti sér stað, jólakaktusinn minn sem blómstraði óvenju mikið fyrir jólin, tók sig aftur til og blómstraði heilmikið um páskana. Mig grunar að kaffiblandaða vatnið sem hann hefur fengið sem næringu í vetur hafi þessi óvenjulegu áhrif á hann... a.m.k. kann ég ekki aðra skýringu !

No comments: