Friday, December 07, 2007

1.des og skólafrí



Þann 1. des. s.l. varð Rúnar 55 ára. Við vorum stödd í Reykjavík og héldum upp á það með því að fara út að borða ásamt systkinum okkar og mökum þeirra og Sigga Birki syni okkar sem gat komið líka. Við fórum í Sjávarkjallarann og fengum þar örlítil sýnishorn af öllum réttum hússins. Magnið var lítið pr. mann, en fjöldinn mikill, þannig að ég held að flestir hafi farið saddir heim og sáttir, þó þetta væri dýrasta máltíð sem við höfum nokkurn tíman borðað hingað til. En útlitið var alveg óborganlega frábært !!!!
En það gekk ekki átakalaust að komast suður, því óveður tafði ferð okkar um hálfan annan sólarhring. Ég náði þó að mæta seinni daginn í skólann, til að skila af mér öllum verkefnum og ljúka þessari önn. Sjaldan hef ég verið jafn fegin, því þetta er sú erfiðasta skólaönn sem ég hef gengið í gegnum, a.m.k. hin síðari ár. En það var gaman að hitta skólasysturnar og alla ættingjana í leiðinni. Tíminn, sem við höfðum þar að þessu sinni var rúmur sólarhringur, hann var vel notaður að þessu sinni, því við gátum líka verslað smávegis, m.a. í sambandi við eldhúsið okkar, sem við erum að endurnýja og líklega verður næsta blogg einmitt um það, ásamt mynd af útkomunni...

No comments: