Saturday, September 20, 2008

Adam, Jóhanna og Mo í heimsókn



Ósköp er nú gaman að eiga lítinn eða stóran ömmustrák og fá að njóta hans þegar færi gefst. Helsti gallinn er hve sjaldan það er í mínu tilviki, þar sem Adam, eina barnabarnið mitt býr á suðvesturhorninu, (í Keflavík), svo að við sjáumst þess vegna sjaldnar en ég hefði kosið. En ég má þó ekki kvarta, því undanfarna 2 vetur hef ég farið 6-7 ferðir suður á hvorum vetri og sé hann í flestum ferðum. Svo hittumst við auðvitað um hver jól og á hverju sumri, svo ég get bara verið sátt.
Þessi elsku litli ólátabelgur er á svo skemmtilegum aldri núna(3ja ára) og orðinn altalandi og algjör GRALLARASKPÓI eins og Rúnar afi hans kallar hann, en hann sættir sig ekki við þá nafngift, nema hann sé kallaður STÓRI grallaraspói...
Við fáum að hafa hann í "krakkaholunni" á milli okkar í hjónarúminu á næturnar, því hann var alveg til í að sofa hjá afa gamla og ömmu gömlu og gefa mömmu og pabba smá frí. Á daginn atast hann með okkur í öllum verkum og er eins og skugginn hans afa, enda er afi eiginlega nr. 1 þegar þeir hittast, þó aðrir fái líka sinn skerf.
Í samvinnu við nágranna okkar Önnu og Guðna, réðumst við í það í gær að láta fjarlægja alla gömlu ljótu runnuna sem skildu að lóðirnar hjá okkur og ætlum að planta þar trjám og rifsrunnum í staðinn. Siggi Hauks reif þá upp og setti þá reyndar niður á nýjum stað, þar sem þeir vonandi koma að gagni sem skjól eins og til stendur hjá honum.
Vonandi verður garðurinn okkar huggulegri með nýja laginu, en það sem fyrir var. En mikið er tómlegt að sjá garðinn núna, svona "beran" þ.e. runnalausan.
Já, svo fer að fjölga nágrönnunum...hehe... því 3-4 hænur eru að fara að flytja í nýmálaðan og parketlagðan hænsnakofa sem Guðni og Anna eru að standsetja fyrir þessa nýju fjölskyldumeðlimi þeirra, kannski koma myndir af þeim næst ;-)

No comments: