Sunday, December 14, 2008

Jólaheimsókn til mömmu





Helgina 12.-14. des. var ég í heimsókn hjá mömmu norður á Húsavík og naut samvista auk mömmu við systur mína, dóttur og barnabarn, sem komu akandi að sunnan til að eyða helginni með okkur mömmu. Það var þæfingsfærð á leiðinni norður, en hálka á bakaleiðinni, en allt gekk vel og veðurblíðan var einstök eins og sjá má á 2 af meðfylgjandi myndum sem ég tók af safnahúsinu á Húsavík, þar sem fullt tunglið bar við toppinn á píramídanum og myndaði þar eins og ljóskúlu og svo purpuraroðann sem lá yfir bænum allann laugardaginn. Við gerðum jólalegt herbergið hennar mömmu, með jóladúkum, jólatré og skrauti og skreyttum líka heima í Hlíð, svo þar verði hátíðlegt ef Didda, Rúnar og fjölskylda fara norður um áramótin eins og til stendur.
Við heimsóttum Sigrúnu vinkonu í galleríið hennar og bárum út öll jólakortin til vina og ættingja, hittum þá frændur okkar Munda og Gulla sem og Hillu systir þeirra og óskuðum öllum gleðilegrar hátíðar. Áður en við fórum úr bænum í dag, þá sótti Didda systir kartöflur í geymsluna og þurfti að skríða inn í jarðhýsið eins og jólasveinn, ég ætti kannski að setja hér með mynd sem ég tók af henni við það tækifæri ? - Þetta tókst - já þetta var algjört jólastuð !

1 comment:

Anonymous said...

Yndislegar myndir að "heiman" er mamma ykkar með herbergi í Hvammi? Bærinn okkar er engum líkur. Kveðja