Thursday, August 26, 2010

Biðin langa loksins á enda ......




Föstudaginn 13. ágúst mætti ég til Keflavíkur til að vera hjá Jóhönnu minni þegar hún ætti væntanlega dóttur sem skráð var til fæðingar 15. ág. En sú stutta lét heldur betur bíða eftir sér, því 5. afmælisdagur Adams stórabróður leið (þann 21.ág ) án þess að nokkuð gerðist. Samt höfðum við alla vikuna verið eitthvað að brasa, þrífa, þvo og tína ber, auk þess sem við fórum í marga göngutúra og vonuðum alltaf að sú stutta færi nú af stað ef við værum nógu duglegar að hreyfa okkur.
En það var ekki fyrr en aðfaranótt 24. ág. sem vonir vöknuðu um að nú væri stutt eftir og það passaði, því ég rétt gat komið Adam á leikskólann kl. 8 og mætt upp á spítala, þá hófst lokaspretturinn og litla daman var fædd kl. 9:17 í stóru baði og gekk bæði fljótt og vel. Stóri bróðir var svo sóttur eftir hádegið og fékk að koma í heimsókn. Öll aðstaða til fyrirmyndir hér á fæðingardeildinni, auk þess sem ljósmóðirin var einstaklega yndæl. Mikið vorum við öll glöð í lok þessa dags !

No comments: