Wednesday, August 04, 2010
Verslunarmannahelgin 2010
Verslunarmanna- helgin var róleg í kringum okkur þetta árið. Rúnar var upptekinn allan laugardaginn með Sigga Birkir og vinum hans í steggjagleði Árna Geirs sem er að fara að gifta sig n.k. fimmtudag. Þeir sigldu út í Skálanes og eyddu þar hálfum deginum í gufubaði, heitum potti og við át á góðum mat.
En á sunnudagsmorgun drifum við Rúnar okkur með Adam á húsbílnum upp að Kárahnjúkum og skoðuðum 2 af stíflunum þar og vorum svo heppin að fá sól og blíðu allan tímann. En við héldum síðan í Atlavík og grilluðum þar kjúkling og tíndum nokkra lerkisveppi sem við borðuðum með. Við vorum við hliðina á Bóbó og Önnu og samferðafólki þeirra og spjölluðum frameftir kvöldi. Hittum líka Simma Svavars o.fl. og fegnum okkur göngutúr um Vigdísarlund.
En morguninn eftir drifum við okkur í sund í glampandi sól og vorum orðin svöng þegar við komum í Egilsstaði og fengum okkur þar að borða. Fórum síðan að leita að lerkisveppum og tíndum svolítið (lítið úrval enn sem komið er) og fórum heim til að steikja þá með kvöldmatnum (marineruðu hrefnukjöti) sem við keyptum í KHB.
Þetta var góð tilbreyting frá þokunni og súldinni hér á Seyðis, en það er eins og sólin eigi mjög erfitt með að komast hingað niður til okkar þriðja sumarið í röð.
Adam naut þess að vera óvenju frjáls þessa daga og raunar er hann mjög frjáls hér líka, því hann fær að gera flest sem hann langar til og þvælast með okkur "afa" við okkar störf úti og inni og virðist hafa bæði gagn og gaman af því....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Skemmtilegar myndir að vanda. Hér er rigning í dag og finnst mér það ágætis tilbreyting, sólin hefur verið örlát við okkur síðustu daga. Kveðja austur. Ásdís
Post a Comment