Monday, July 04, 2011

Í minningu Palla Jóns !




Árlegt sumarblót var haldið út við bjarg hjá Skálanesi síðustu helgina í júní. Þangað mættu um 60 manns og hlýddu á Baldur goða og aðra viðstadda hylla móður jörð, Seyðisfjörð og Skálnes. Býsna margir erlendir gestir voru viðstaddir og virtust hafa gaman af, þó vafalítið hafi þeir ekki skilið það sem sagt var á íslensku.
Síðan var gengið til baka í Skálanes, þar sem flestir grilluðu sinn eigin mat eða snæddu heilgrillað lamb sem var í boði fyrir gestina. Að því loknu hóf Bjartmar Guðlaugsson að skemmta viðstöddum með söng og gríni i minningu Palla Jóns sem átti mörg spor og handtök á þessum slóðum. Að lokum slógu viðstaddir í púkk og fylltu krús af peningum sem Rúnar Reynisson gjaldkeri hollvinasamtaka HSA á Seyðisfirði tók við fyrir hönd sjóðsins, sem styður við sjúkrahúsið eins og það best má. Skemmtilegur og eftirminnilegur dagur sem við hefðum ekki viljað missa af...

No comments: