Monday, July 04, 2011

Jónsmessugangan 2011




Ég hef farið í nokkrar Jónsmessugöngur undanfarin ár og þar sem Rúnar var heima að þessu sinni og Siggi Birkir líka, þá dreif ég þá feðga með mér. Við ókum út að Selstöðum ásamt 30 öðrum göngugörpum sem við urðum samferða út að Brimnesvita. Veðrið var ósköp gott, logn og þurrt og nógu hlýtt, til að engum var kalt.
Nesti var svo snætt við vitann og Daði Kristjáns fræddi nærstadda um ýmislegt sem gerst hafði á þessum slóðum. Við gengum síðan að gömlum húsgrunni, en þar stóð forðum eitt fyrsta frystihús hér á landi.
Að lokum skoðuðu flestir gamla bæinn á Selstöðum, en þangað höfðum við aldrei komið... Þetta var hressandi ganga með góðum hópi :)

1 comment:

Unknown said...

Why casinos are rigged - Hertzaman - The Herald
In the UK, casino https://access777.com/ games are rigged and there is evidence 토토 of fraud, crime or disorder 바카라사이트 or an individual's jancasino.com involvement. There are herzamanindir also many