Sunday, June 19, 2011

Vetrarsokkar á barnabörnin !



Þó ég hafi prjónað nokkrar hosur (inniskó) á Adam og Jóhönnu Björgu á síðustu árum, þá hef ég ekki prjónað sokka í mörg ár. Fyrst og fremst vegna þess að þær mamma og tengdamamma sáu um það fyrir mig. En nú kemur barnabörnin mín til með að vanta sokka fyrir næsta vetur og ég taldi vissara að fara að rifja upp hvernig ég hefði prjónað hælana, því ég var alveg búin að gleyma því. Með því að skoða sokka sem mamma prjónaði og styðjast við uppskriftir fyrir börn til að hafa einhvern lykkjufjölda til að miða við, þá tókst mér að klára tvenna sokka á 4 kvöldum og var bara ánægð með það. Hefði samt viljað prjóna aðra úr lopa, því það er víst ansi kalt í Noregi á veturna, mikið kaldara en hér heima á klakanum og því vissara að hafa börnin hlýlega klædd og nóg til skiptanna. Ég ætla því að útvega mér lopa og taka aðra prjónaskorpu fyrr en síðar :)

2 comments:

Jóhanna Björg said...

Takk elsku mamma, þessir munu pottþétt koma sér vel í vetur og enn betur lopasokkar því hér er æskilegt að börn séu í ull innst sem yst í skólum. Knús og kossar

Asdis Sig said...

Það er allt of langt síðan ég hef litið hér inn. Margt skemmtilegt sem þið hafið verið að gera og gaman að sjá myndirnar. Flottir sokkarnir, þú hefur engu gleymt. kær kveðja Ásdís