Sunday, June 19, 2011

17. júní 2011




Eins og oft áður var veðrið ekki gott á þjóðhátíðardaginn, þó vissulega hefði það getað verið verra. Hann hékk þó þurr lengst af, en þykkur þoku og skýjabakki lá yfir og ísköld hafgola bætti um betur. En ótrúlega margir drifu sig samt út til að sjá og heyra það sem um var að vera í bænum. Ég sleppti fallbyssuskotinu að þessu sinni, þar sem ég var upptekin í símanum á sama tíma. En fór svo niður að kirkju og fylgdist með dagskránni þar, m.a. sungu nokkrir krakkar undir stjórn Gullu í Firði og Kristin prestsfrú flutti ágætis ávarp og Guðlaug dóttir hennar var fjallkonan. Lömb, kanínur og hænsni voru til sýnis eins og undanfarin ár. Að þessu loknu fór ég í Skaftfell, þar sem opnuð var myndasýning af viðtölum við Seyðfirðinga á öllum aldri, en verið er að safna slíkum viðtölum til að fá frásagnir og minningar frá ýmsum timum á Seyðisfirði...

No comments: