Thursday, June 16, 2011

Fugla-og-dýralíf í Noregi !





Það er tímafrekt að taka myndir af fuglum og til þess að árangur verði góður, þarf góðar vélar með aðdráttarlinsum. Þar sem ég hafði hvorki tíma né linsuvél á þessari ferð okkar, til að taka fuglamyndir, þá læt ég nægja mynd af Skjó sem var með hreiður í tré rétt við hús Jóhönnu og co. Hann er fallegur fugl, en frekur eins og hrafnar. Krákur voru líka mjög áberandi þarna og óhljóðin í þessum tveim fuglategundum vöktu mig oft þessar nætur í Hamnar.
Svölungar og bæjarsvölur voru líka mikið sveimandi þar sem við fórum og ég náði mynd af þeim, en aðrir fuglar voru í feluleik, eins og finkurnar og gráþrestirnir, en maríuerlur voru reyndar nokkuð algengar, en ég komst aldrei í myndafæri við þær.
Loks eru hér 2 myndir til gamans, önnur af tréuglu í listamannahverfi Oslóborgar, en hin af Elg í Lillehammer, en greinilegt er að þó sumir stingi hausnum í sandinn, þá stinga aðrir þeim í vegginn eins og hér má sjá.
Að lokum vil ég geta þess að ég setti slatta af ferðamyndum inn á Facebook síðuna mína, þar sem allir sem vilja eiga að geta skoðað þær, því þær eru ekki læstar.

No comments: