Thursday, June 16, 2011

Noregsheimsókn 2011






Í byrjun júní brugðum við undir okkur betri fætinum og skruppum í 10 daga ferð til Noregs, bæði til að heimsækja Þröst mág og fjölskyldu og Jóhönnu okkar og fjölskyldu.
Við byrjuðum á því að dvelja hjá Þresti og Birnu yfir helgi og fengum yndislega daga, sól og blíðu og notuðum þá vel. Fórum fyrst í hjólreiðatúr niður allar brekkurnar í Oslo og enduðum niður við höfn, þar sem við fengum okkur smá næringu áður en við skruppum í siglingu út í nærstadda eyju þar sem borgarbúar vorum í hópum að sóla sig.
Um kvöldið grillaði Þröstur og við nutum frábærra veitinga hjá þeim Birnu utan dyra við kvöldroðann sem lá yfir borginni. Daginn eftir skruppum við niður á Bygdö til að skoða stafkirkjuna og gamla safnið sem hafði farið framhjá okkur um árið þegar við vorum á Bygdö að skoða öll söfnin þar(Kon Tiki, Víkingasafnið o.fl). Síðan héldum við ásamt Birnu, Þresti og Eiríki Hrafni áleiðis til Hamar að hitta Jóhönnu og börnin í Amadeus dýragarðinum sem gaman var að heimsækja. Þar áttum við saman notalegan dag og kvöddum svo Þröst og co og héldum til Hamar með dóttur okkar og barnabörnum....

No comments: