Wednesday, May 25, 2011

Mörg Maí-börn í fjölskyldunni :)



Það eru óvenju margir í fjölskyldu minni sem eiga afmæli í maí. Þau sem næst mér standa eru synir mínir Siggi Birkir sem á afmæli 4. maí og Bergþór sem á afmæli 22. maí. Svo er það Mo tengdasonur sem fæddist 1. maí og tengdadóttirin Hildur kærasta Bergþórs sem á afmæli 21. maí og loks pabbi sem átti afmæli 24. maí. Af því tilefni set ég hér myndir af þeim, önnur tekin af Sigga, Bergþóri og Hildi í heimsókn hjá okkur um áramótin s.l.(það vantaði bara Mo) og hinsvegar er mynd af pabba að sinna uppáhalds áhugamáli sínu, fuglaskoðun, en hér er hann við álftamælingara og merkingar við Skjálftavatn í Kelduhverfi ásamt fuglafræðing sem mætti árlega til að sinna þessu. Ég gæti talið upp nokkuð marga aðra ættingja okkar Rúnars sem eru maíbörn, en læt þetta nægja að sinni ...

1 comment:

Anonymous said...

Þú gleymir einu maíbarni mamma, honum Mo.
Kveðja frá Norge