Monday, August 08, 2011
Kveðjuveisla...
Í vikulokin var svo slegið upp smá afmælis-og kveðjuveislu hjá Ellu og Árna sem bjuggu til yndæla súpu sem var kláruð, enda mæting ættingjanna með besta móti.
Harpa bakaði konfekttertur og við lögðum til eina stóra afmælistertu, því bæði barnabörnin okkar eiga afmæli núna í ágúst, en verða farin til Noregs þegar þeir dagar renna. Þetta var því stórskemmtilegt fjölskyldu-samkvæmi og virtust allir saddir og sælir með daginn.
Ég varð síðan að kveðja mitt fólk og fljúga austur morguninn eftir án Rúnars sem ætlar að eyða restinni af fríinu sínu til að hjálpa Jóhönnu sem er bíllaus, þar sem gírkassinn gaf sig í hennar bíl.
Þetta var gott frí og skipti engu þó vikan syðra væri ansi vot, því það rigndi alla dagana meira eða minna...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment