Monday, August 08, 2011
Á leið norður...
Miðvikudaginn 20. júlí lögðum við Rúnar af stað á húsbílnum í frí, áleiðis norður til Húsavíkur. Við ákváðum að fara krókaleið að þessu sinni, ókum ofan af fjöllunum niður til Vopnafjarðar þar sem við hittum Hemma skólabróðir og fleira gott fólk og þaðan áfram til Þórshafnar. Það var rjómablíða fyrir norðan svo við notuðum kvöldið til að aka út allt Langanesið og að Skálum, þar sem forðum var lífleg byggð en nú eru þar rústir einar og eitt lítið björgunarskýli við bryggjuna. Við fórum líka upp á Heiðarfjall til að sjá eftirstöðvar hersins þar á fjallinu og gistum loks á tjaldstæðinu við Þórshöfn. Við vöknuðum við glaða sól og drifum okkur til Raufarhafnar, en þar átti ég heima sem barn, sumarið 1959 og fannst mér mikið hafa breyst frá þeim tíma, til batnaðar. Það var gaman að sjá hve myndarlega verið er að reisa Heimskautagerði á hæðinni fyrir ofan byggðina, sem vafalaust mun draga að marga gesti í framtíðinni. Það var líka sérstaklega ánægjulegt hve vegurinn var orðinn góður á þessum slóðum, breiðari og betri en víða annars staðar hér á landi.
Þegar við komum til Húsavíkur, þá var þar einstaklega gæf rjúpa á vappi við húsið okkar og ekkert að flýja þó við tækjum myndir af henni í návígi....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment