Monday, December 26, 2011
Aðfangadagur 2011
Aðfangadagur var óvenju rólegur hjá okkur að þessu sinni, enda engin börn hér eins og undanfarin ár, sem við höfum eytt með öllum okkar börnum og barnabörnum. Siggi Birkir fékk að ráða því hver aðalrétturinn var, að þessu sinni og hafði góða lyst :) Eftirrétturinn er hinsvegar alltaf hefðbundinn og smakkast alltaf jafn vel.
En rétt fyrir miðnættið skall á hvassviðri sem reif upp aðra hurðina á garðskúrnum okkar og þeytti henni í heilu lagi yfir í næsta garð. Að vísu mölbrotnaði glerið í henni en að öðru leyti slapp hún nokkuð heil og mér tókst að ná henni og koma henni inn í kofann áður en Rúnar kom heim úr togara-eftirlitsferð sem hann fór að vanda, en tafðist vegna 3ja tómra fiskikara sem komin voru að því að fjúka í sjóinn og hann náði að bjarga og binda niður. Þetta fór því allt vel að lokum, því Rúnar kom hurðinni á sinn stað með plasti í stað glers í bili :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment