Monday, December 12, 2011
Aðventumessan 2011
Sunnudaginn 11. desember söng ég með kirkjukórnum Aðventumessu í bláu kirkjunni okkar. En áður en til þess kom, þá mættum við öll upp á sjúkrahús og sungum allt prógrammið fyrir vistfólk og starfsfólk HSA, það var góð upphitun.
Messan gekk ljómandi vel og mér finnst alltaf mjög jólalegt og hátíðlegt þegar við syngjum svona skemmtileg jólalög sem við erum búin að æfa mánuðum saman. Í lok messunnar kveikja allir á kertum sem viðstaddir fá við inngöngu í kirkjuna og það er hátíðleg friðarstund.
Eftir messuna röltum við yfir á veitingahúsið Ölduna, þar sem hátíða- kvöldverður beið okkar og sátum þar í rólegheitum og spjöllum og hlógum heil ósköp m.a. yfir smá mistökum sem urðu þegar einn kórmeðlimur greip vitlausa gosflösku og sá mistökin of seint.
Þetta er í annað sinn á þessari aðventu sem ég borða jóladinner á Öldunni, en allt er þegar þrennt er og ég mæti því með áhöfn Gullvers á jólahlaðborð Öldunnar annað kvöld.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment