Sunday, February 19, 2012

Konudagur 2012



Ég var óvenju löt að koma mér á fætur að morgni konudags og fannst bara allt í lagi að vera löt. Í tilefni dagsins sveið Rúnar gæs til að hafa í helgarmatinn en það kom þó í minn hlut að elda hana, sem var lítið mál eftir alla forvinnuna við hana... og hún smakkaðist alveg óskaplega vel...
Við skruppum líka á rúntinn því veðrið var óvenju gott og 8 stiga hiti, en sáum lítið af fuglum, þó svartþrestirnir hafi mætt í garðinn okkar til að éta epli og brauðfylltan fituklumpinn sem ég bræddi handa þeim í gær. Dúfurnar mættu líka og fengu sinn skammt af korni, þó það hafi frekar verið ætlað handa smáfuglunum, en þeir létu ekki sjá sig...
Að lokum kíktum við í sandvíkina rétt hjá Stál, en þar voru þrjár hressar og hraustar konur að baða sig í sjónum og fannst þetta lítið mál, enda hitinn 8 stig sem er auðvitað mjög gott á þessum árstíma.... Ég hinsvegar mundi ekki reyna að fara í sjóinn nema klædd í sjógalla, en á auðvitað engan slíkan og læt því nægja að horfa á...

No comments: