Wednesday, February 22, 2012
Viskubrunnur 2012
Í kvöld var lokakeppnin í hinni árlegu spurningakeppni Seyðisfjarðar- skóla, Viskubrunni.
Undankeppnin hefur verið undanfarin þriðjudags-og miðvikudagskvöld og flest liðin hafa fallið úr keppni. En í kvöld kepptu efstu liðin um 4 efstu sætin, það voru PG stálsmiðjan sem varð í 4. sæti, Sýsluskrifstofan lenti í 3ja sæti og kennarar í Seyðisfjarðarskóla (sem nefna liðið sitt "Litla gula hænan") varð i 2. sæti og loks Ferðaþjónusta Austurlands sem varð í 1. sæti. Myndin sem hér fylgir með er af 3. efstu liðunum.
Það eina sem ég var ekki sátt við var fyrirkomulag spurninganna, þær voru oft mjög einhliða, t.d. voru 3 síðustu spurningarnar sem réðu úrslitum í lokakeppninni eintómar tónlistarspurningar og þar á undan eintómar kvikmyndaspurningar og íþróttaspurningar í stað þess að blanda saman öllum flokkum eins og sögu, landafræði, bókmenntum, náttúrufræði o.fl..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment