Tuesday, July 31, 2012

Hringferð um landið og barnapössun


Þegar Rúnar losnaði við togarann og komst í frí, þá drifum við okkur af stað í hringferð á húsbílnum, m.a. í þeim tilgangi að hitta barnabörnin og passa þau á meðan foreldrarnir færu yfir búslóðina sem skilin var eftir þegar þau fluttu til Noregs. Á leiðinni suður heimsóttum við ýmsa staði eins og Gleðivíkina á Djúpavogi þar sem öll steineggin skreyta höfnina. Síðan skoðuðum við nýlegt steinasafn á Höfn, það bar eigendunum sannarlega fagurt vitni.
Barnagæslan fór fram í sól og blíðu dag eftir dag og við þvældumst um með börnin á söfn og í Laugardalinn, þar sem gæsirnar voru vinsælar og rjómaís var vel þeginn annað slagið í hitanum. Við eyddum góðum stundum hjá systrum okkar Rúnars og fjölskyldum í endalausum matarveislum og eitthvað var kíkt í búðir o.fl.
Norðurferðin var hinsvegar hraðferð, því að afmæli mömmu var næst á dagskrá og sömuleiðis 80 ára afmæli elsta föðurbróður míns. En síðan tók við ættarmót þeirra systkina og næstu myndir verða frá þeim viðburðum.

No comments: