Tuesday, July 31, 2012
Ættarmót og 80 ára afmæli Jóhanns frænda
Áttræðis afmæli Jóhanns föðurbróður míns fór fram í Skúlagarði 13. júlí og fór vel fram eins og við mátti búast. Húsið var fullt af fólki og nóg af gleði og gaman.
En daginn eftir hittist öll Arnanesfjölskyldan á Ættaróðalinu hjá Jónda og Þórunni. Börn Erlings afabróður frá Ásbyrgi mættu líka með sína afkomendur og það var sérstaklega gaman að hitta þau og kynnast þeim sem við höfðum ekki séð áður. Þau komu með gamlar fjölskyldumyndir á minniskubb sem ég sýndi í tölvunni ásamt mínum gömlu myndum og eldra fólkið virtist hafa sérstaklega gaman af að sjá.
Mikið var spjallað og svo auðvitað grillað og borðað saman, þó svolítið þröngt væri um þennan stóra hóp.
Vonandi verðum við dugleg áfram að hittast og hafa samband...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment