Tuesday, October 23, 2012
Síðbúin haustverk
Síðustu haustverkin í garðinum hafa dregist m.a. vegna fjarveru okkar, en það hefur ekki sakað, því gulræturnar sem eftir voru í garðinum eru fínar, þó stærðarmunurinn sé ansi mikill á þeim stærstu og minnstu sem ég fann.. Einnig voru nokkrar gulrætur með klofnar rætur, en þær eru ekkert verri fyrir það. Loks tók ég svo upp nokkur villigrös sem uxu í endanum á gulrótarkassanum og fékk fínustu kartöflur, þó ég hefði hinsvegar viljað frekar fá gulrætur, en kartöflugrösin virðast hafa kæft gulrótarvöxtinn og því voru þær fáu gulrætur sem voru nálægt kartöflunum mjög litlar, eins og sjá má :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment