Nú á haustdögum tók Rúnar eftir því að endarnir á þakskegginu okkar voru farnir að fúna og ákvað því að fara að skipta um þakskegg, enda kannski ekki skrítið þó þess þurfi eftir meira en 30 ár frá því það var sett upp. Þegar til kom, þá reyndist það aðeins vera í endunum sem fúinn var, vegna þess að götin í þakjárnið höfðu verið höggvin á vitlausan stað, vatnið rann ekki ofaní þakrennurnar, heldur beint á timbrið. En nú er hann búinn að laga þetta og vonandi dugar það í nokkra áratugi til viðbótar :)
No comments:
Post a Comment