Áður en við héldum að heiman í jóla og áramótafrí, þá vorum við búin að sjá nokkuð marga flækings fugla hér heima. Þegar við komum til baka á þrettándann, þá voru flestir þeirra hér ennþá og auk þess bættust allavega 2 nýir við. Þetta eru 2 Gráhegrar, 1 Akurgæs og norræn Teista sem við héldum að væri annaðhvort albinói eða teista í vetrarbúningi. Aðrir flækingar eins og svartþrestir, gráþrestir og hettusöngvarar sáust lítið og sama má segja um starana sem eru hér ennþá, sjaldséðir flækingar af suðurlandinu :) Myndina af teistunni tók Unnar I. Jósepsson og lánaði okkur :)
No comments:
Post a Comment