Rúnar minn dvaldi 2 vikur við vinnu í Gullver í slippnum á Akureyri. Ég skrapp norður helgina sem hann var þar og kom við á Húsavík til að losa mig við dót (m.a. bækur) sem lofaðar voru til 3ja aðila. Tók svo Sigrúnu vinkonu mína með mér til Akureyrar, en hún var á leið suður með Sigga vini sínum. Ferðin gekk slysalaust, þó færðin og skyggið væri með því versta sem ég hef lent í á þessari leið. En dvölin á Akureyri var lífleg, við fórum í bíó, leikhús, Iðnaðarsafnið og heimsóknir o.fl. og skemmtum okkur vel með Jóhanni vélstjóra, Erlu og Antoníusi, m.a. við að spila Pictionary í gríð og erg :)
Á heimleiðinni var Fjarðarheiðin versti þröskuldurinn, eins og svo oft áður !!!
No comments:
Post a Comment