Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að fljúga erlendis frá Egilsstaðaflugvelli, en það bauðst okkur að gera dagana 24.-28. apríl s.l. ásamt um 360 manns í 2 vélum. Voru það mest austfirðingar, flestir frá Höfn (starfsmenn og makar hjá Skinney - Þinganes) og svo nokkrir tugir austfirskra kvenna í Húsmæðraorlofsferð, flestar af Héraði. Nokkra kunnuga hittum við einnig að norðan og var þetta hin besta ferð á allan hátt, því veðrið lék líka við okkur, þrátt fyrir slæmar spár fyrir brottför. Við fórum í borgarferð, sveitaferð, írska kvöldskemmtun og röltum svo um alla miðborgina, skoðuðum söfn, kirkjur, fallega garða og mannlífið á götunum sem var mjög líflegt. En innkaup og heimsóknir í verslanir voru í lágmarki :)
Læt ég örfáar myndir nægja sem sýnishorn úr ferðinni.
No comments:
Post a Comment