Wednesday, November 18, 2015

Leikritið Sex í sveit !

Hið bráðskemmtilega leikrit, Sex í sveit var tekið til sýningar hér nýlega. Það voru 6 ungmenni sem sáu um hlutverkin og stóðu sig öll með prýði. Því miður var engin sýning á frídegi togaramanna, svo Rúnar minn missti af þessari skemmtun, en vonandi fær hann að sjá upptöku af því í staðinn !





Gamla orgelið heim !

Þegar Seyðisfjarðarkirkja var reist hér í bænum 1922, þá var keypt orgel frá Rvk sem notað var í rúma 6 áratugi, áður en nýtt pípuorgel tók við af því. Systkinin Friðjón og Anna Kristín Jóhannsbörn létu gera upp þetta gamla orgel sem lá undir skemmdum í geymslu og hafa nú fært bænum það aftur nýuppgert og fínt. Sigurbjörg organisti sem síðust notaði það áður en pípuorgelið kom, endurvígði það við móttökuna og fórst það vel úr hendi að vanda.




Veðurblíða haustsins !

Veðurblíðan í haust hefur verið alveg einstök, oft logn og blíða og hægt að tína ber fram eftir öllu hausti, þó aðallega væru það bláber, því krækiber sáust lítið hér í haust.








Wednesday, November 04, 2015

Uppskerustörfum lokið !

Haustið var óvenju gott að þessu sinni og það bjargaði uppskerunni sem leit út fyrir að yrði lítil eftir kalt og sólarlaust sumar. En ég náði að tína nokkur kíló af berjum og frysta og safta fyrir veturinn. Kartöflurnar voru í meðallagi og gulræturnar vel í meðallagi, svo ég er alveg sátt. Það voru meira að segja bara örfáar gulrætur skrítnar í laginu, en stundum hef ég fengið óþarflega margar slíkar í einu :)






slóð á fallega stelpukjóla

https://www.bbl.is/folk/norskur-barnakjoll/9121/

Slóð á fornleifauppgröft á Geirsstöðum eftir Steinunni Kristjáns

https://notendur.hi.is/~sjk/GST_1997.pdf